Streita og kulnun

Streituviðbrögð er okkur lífsnauðsynleg en hvernig getur streitan þróast í það að verða hættuleg ?

Ef þú finnur fyrir streitu er það vísbending um það að taugakerfið þitt sé markvisst að hjálpa þér að lifa af krefjandi aðstæður.

Kaupa námskeið

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu einkenni streitu og kulnun.  Hvernig getur streitan þróast í það að verða hættuleg ? Og hvað er hægt að gera ? Farið er yfir leiðir til að styrkja upp þolvarnir við álagi og streitu.  Einkenni streitu eru lúmsk og þess vegna áttar fólk sig ekki á því fyrr en frekar seint að það sé komin með álagseinkenni og jafnvel alvarleg einkenni. Á námskeiðinu færðu leiðbeiningar um hvernig þú getur verið meðvitaður um einkennin og hvernig þú getur tileinkað þér inngrip við streitu.

Ertu ekki viss hvort þetta námskeið sé fyrir þig ?

Hér er sýnishorn frá námskeiðinu sem gefur þér betri hugmynd um hvort þetta sé gagnlegt fyrir þig. Ef þú ert ennþá efins getur þú haft samband við okkur og við förum yfir þetta með þér.

Ég vil fá símtal
 

Á námskeiðinu er farið yfir

Hvað streita er og hvaða afleiðingar langvarandi streita getur haft. Farið er yfir hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem upplifa streitu og kulnun.  Þú lærir að tileinka þér snemmt inngrip við streitu og hvernig tímastjórnun getur verið eitt af bjargráðunum við streitu.

Fyrir hverja er námskeiðið ? 

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja taka ábyrgð og tileinka sér stjórn á eigin streituviðbrögðum.

Hvers vegna þetta námskeið ? 

Nauðsynlegt er að bera kennsl á streituviðbrögð okkar og nýta okkur góð úrræði til þess að auka jafnvægi í lífi og starfi.

Um stjórnendaþjálfarann

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdarstjóri Hugarheims og starfar sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur er varðar huglæga- og félagslega áhættuþætti innan vinnustaða. Hún er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010. Ragnheiður Guðfinna hefur haldið fjölda fyrirlestra sem snúa að fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda.

Ef þetta námskeið er fyrir þig þá getur þú skrá þig hér

Já takk!

Ert þú með spurningar?