Viltu auka samkeppnisforskot þitt með faglegri stjórnun þjónustu?   

Stutt og hnitmiðuð fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur um þjónustustjórnun, gerð þjónustustefnu, samspil þjónustu og gilda, þjónustukannanir, mælingar,  þjónustuþjálfun og með hvaða hætti bæta má þjónustu á krefjandi tímum stafrænnar umbreytingar.

 

Byggjum góðan grunn með gildum fyrirtækisins.

 Gildi geta verið grunnur fyrirtækjamenningar þar sem þau hjálpa til við að byggja upp menningu og viðhalda henni

Gagnadrifin þjónustustjórnun.

Farið er yfir hvernig þjónustumælingar, þjónustukannanir og mælikvarðar eins  og NPS nýtast við gerð þjónustustefnu og þjónustustjórnun. Hvaða þjónusturannsóknir henta við mismunandi tilefni og kynntir eru mælikvarðar sem koma til greina í mælaborð þjónustu. 

 

Skapa menningu sem fóstrar góða þjónustu.

Hvernig styrkjum við starfsfólkið í að veita góða þjónustu og leiðir til að viðhalda þjónustugleði starfsfólks.

Þetta námskeið er fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka fagþekkingu starfsmanna og stjórnenda í stjórnun þjónustu og þannig hámarka líkur á ánægju viðskiptavina.  

 

Þjálfarinn Halldóra.

....................

Halldóra Traustadóttir starfaði lengi við markaðs- og þjónustumál og rekstur útibúa hjá Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi við stefnumótun og verkefnastjórnun hjá stærri og minni fyrirtækjum. Halldóra er með Cand.Oecon próf í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri með IPMA C vottun auk þess að hafa lokið námi sem viðurkenndur stjórnarmaður. Halldóra hefur mikla reynslu af stjórnun þjónustumála, fundarstjórn, námskeiðum og að stýra vinnustofum. Auk þess hefur hún starfað mikið við verkefnastjórnun, stefnumótun og við innleiðingu stefnumótunar.

Stjórnun þjónustu.

Verð námskeiðsins fer eftir fjölda starfsmanna í þínu fyrirtæki.

1-50 manns

50 - 200 manns

201- 500 manns

501 og fleiri

Fá verðtilboð