Skilvirk tímastjórnun, vinnulag og forgangsröðun

Námskeið fyrir þá sem vilja hámarka árangur sinn og auka verkgleði sína

Kaupa námskeið

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi skilvirkt skipulag, forgangsröðun og algenga tímaþjófa í þeim tilgangi að hámarka frammistöðu okkar. Þar á meðal er lögð áhersla á að vera betur í stakk búin/n til að takast á við daglegar áskoranir.

Boðið er upp á persónulegar æfingar sem að auðvelda þátttakendum að taka næstu skref og yfirfæra þekkingu yfir á dagleg störf. Lögð er áhersla á hagnýta nálgun og yfirfærslu þekkingar á raunverulegar aðstæður.

Ávinningur

  • Aukin framleiðni og betra skipulag
  • Meiri fókus á mikilvægustu verkefnin
  • Minni streita og meiri verkgleði

Á námskeiðinu er farið yfir

Á þessu námskeiði er meðal annars farið yfir hagnýt ráð varðandi skipulag, skilvirkni, verkefnadreifingu, forgangsröðun, vinnulag og algenga tímaþjófa

Fyrir hverja er námskeiðið ? 

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja ná góðum árangri, öðlast frekari yfirsýn og minnka streitustig sitt.

Hvers vegna þetta námskeið ?

Farið er yfir þaulreyndar aðferðir sem fjölbreyttir hópar hafa notað með góðum árangri.

Um stjórnendaþjálfarann

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf í yfir 10 ár og er með viðskiptavini í fjölmörgum löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur einnig kennt í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

Ef þetta námskeið er fyrir þig þá getur þú skrá þig hér

Já takk!

Ert þú með spurningar?