Fræðsla til framtíðar

 Við auðveldum þér að þróast til framtíðar

Við hjá Fræðslu leggjum okkur fram um að skapa hagnýta fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk og stjórnendur sem vilja þróast og undirbúa sig í takt við áskoranir framtíðarinnar. Markmið okkar er að undirbúa íslenskt atvinnulíf fyrir þær breytingar sem eru nú þegar hafnar með fjórðu iðnbyltingunni, til að mynda með stafrænni þróun, fækkun og þróun starfa.

Við bjóðum fræðslu óháð staðsetningu og tíma á stafrænu fræðslutorgi okkar. Torgið samanstendur af upptökum af fyrirlestrum og æfingum sem hægt er að nálgast þegar hentar, eins oft og þarf til að ná tilsettum árangri. Lögð er áhersla á að fræðsluefnið sé ávallt unnið af fagmennsku af reyndum þjálfurum og sé í stöðugri framþróun. 

Fræðsluefni okkar er byggt upp með það að markmiði að það henti öllum óháð starfi. Við notumst við fjölbreyttar kennsluaðferðir, þar sem hægt er að velja um að horfa á myndbönd, hlusta á fyrirlestra eða lesa fræðsluefnið. 

Fræðslu teymið

Þjálfarar

Kristín Friðgeirsdóttir

Þjálfari

Kristín Friðgeirsdóttir hefur mikla og haldbæra reynslu á sviði ákvarðanatöku. Hún hefur kennt MBA og stjórnendanámskeið við London Business School til lengri tíma, setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja í yfir áratug og hefur aðstoðað földa fyrirtækja við að taka betri ákvarðanir. Kristín er fjármálaverkfræðingur að mennt með doktorsgráðu í rekstarverkfræði frá Stanford háskóla. Hún starfar í dag sem fjármálastjóri Sýnar.


Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Þjálfari

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdarstjóri Hugarheims og starfar sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur er varðar huglæga- og félagslega áhættuþætti innan vinnustaða. Hún er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010. Ragnheiður Guðfinna hefur haldið fjölda fyrirlestra sem snúa að fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda.


Alda Sigurðardóttir

Stofnandi og stjórnendaþjálfari

Alda er stofnandi Fræðslu og starfar sem stjórnendaþjálfari. Alda hefur mikla reynslu af einstaklingsráðgjöf, hópþjálfun og námskeiðum, fyrirlestrahaldi, fundarstjórnun á ráðstefnum, innleiðingu á stefnumótun hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur unnið að farsælli uppbyggingu fyrirtækjamenningar með fjölda fyrirtækja. Einnig hefur hún unnið með hundruðum stjórnenda síðustu 10 ár og er með viðskiptavini í yfir 10 löndum. 

Halldóra Traustadóttir

Þjálfari

Halldóra Traustadóttir starfaði lengi við markaðs- og þjónustumál og rekstur útibúa hjá Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi við stefnumótun og verkefnastjórnun hjá stærri og minni fyrirtækjum. Halldóra er með Cand.Oecon próf í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri með IPMA C vottun auk þess að hafa lokið námi sem viðurkenndur stjórnarmaður.

 

Halldóra hefur mikla reynslu af stjórnun þjónustumála, fundarstjórn, námskeiðum og að stýra vinnustofum. Auk þess hefur hún starfað mikið að verkefnastjórnun, stefnumótun og innleiðingu á stefnumótunar.

Elín Hirst

Þjálfari

Elín Hirst hefur víðtæka reynslu á sviði fjölmiðla til áratuga. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt frá Bandaríkjunum og með MA próf í Sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað meðal annars sem fréttastjóri hjá RUV, Stöð 2 og Bylgjunni. Elín hefur einnig unnið við ritstörf og gefið út bækur, komið að framleiðslu ýmissa heimildamynda og vinsælla sjónvarpsþáttaraða á vegum Sagafilm og starfað sem þingmaður á Alþingi.

Elín hefur haldið fjölmörg fjölmiðlanámskeið og aðstoðað einstaklinga við að koma fram af bæði sjálfstrausti og öryggi í fjölmiðlum.

Pálína Þorsteinsdóttir

Þjálfari

Pálína Þorsteinsdóttir er leik- og grunnskólakennari og hefur unnið við það bæði í Noregi og á Íslandi í 25 ár. Síðustu 7 árin hefur Pálína eingöngu sinnt ÍSAT kennslu (íslensku sem annað mál) hjá Mími símenntun og í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hjá Mími símenntun kenndi Pálína fullorðnum en í grunnskólunum kennir hún börnum og unglingum. Árið 2017 gaf Pálína út bók, í samstarfi við MMS, um fólk á flótta og er sú bók notuð sem námsbók í grunnskólum landsins. Pálína er einnig viðurkenndur Markþjálfi og hefur í vetur markþjálfað nemendur í Borgaskóla í Grafarvogi.

Pálína hefur góða innsýn í veruleika fólks þegar það flyst á milli landa þar sem hún hefur bæði gert það sjálf sem barn og fullorðinn. Pálína er því tvítyngd frá barnsaldri og einnig eru börn hennar það.

Soffía Stefanía Egilsdóttir

Þjálfari

Soffía Egilsdóttir öldrunarfélagsráðgjafi  hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár tekið þátt í starfi Öldrunarráðs, Öldrunarfræðafélagsins  og Alzheimersamtakanna. Í dag sinnir hún starfi umboðsmanns íbúa og aðstandenda hjá Hrafnistu og er prófdómari við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Teymið

Á bakvið Fræðslu er öflugt teymi með mikla sérfræðiþekkingu og reynslu, hver á sínu sviði. Þjálfarar okkar eru mjög reyndir og brenna fyrir að miðla sinni þekkingu og reynslu til að aðrir geti vaxið.

Innan skamms koma frekari upplýsingar um þjálfara okkar.

Alda Sigurðardóttir

Stofnandi og stjórnendaþjálfari

Alda er stofnandi Fræðslu og starfar sem stjórnendaþjálfari. Alda hefur mikla reynslu af einstaklingsráðgjöf, hópþjálfun og námskeiðum, fyrirlestrahaldi, fundarstjórnun á ráðstefnum, innleiðingu á stefnumótun hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur unnið að farsælli uppbyggingu fyrirtækjamenningar með fjölda fyrirtækja. Einnig hefur hún unnið með hundruðum stjórnenda síðustu 10 ár og er með viðskiptavini í yfir 10 löndum. 

Ólína Laxdal

Framkvæmdastjóri

Ólína hefur starfað sem verkefnastjóri og deildarstjóri hjá ýmsum fyrirtækjum. Hún hefur sérhæft sig í þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum. Auk þess hefur hún viðamikla reynslu af stafrænni markaðssetningu og viðskiptagreiningum. Ólína er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröstu og diplomu í Verkefnastjórnun. Ólína er með IPMA og Agile Scrum vottanir.

Katrín Petersen

Ráðgjafi

Katrín hefur starfað við markaðs- og þjónustumál undanfarin ár, sem og stefnumótun og verkefnastjórnun hjá stærri og minni fyrirtækjum. Hún stýrði markaðsmálum Reykjavíkurmaraþonsins árin 2018-2020 og er eigandi Ramban, ráðgjafafyrirtækis. Katrín er með meistarapróf í markaðfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.


Pétur Ísfeld Jónsson

Tæknistjóri

Pétur hefur starfað sem verkefnastjóri og sérfræðingur hjá ýmsum fyrirtækjum. Hann sérhæfir sig í tæknilausnum fyrir fyrirtæki og starfar sem viðskipta og verkefnastjóri hjá Reglu. Pétur er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, með menntun í frumkvöðlafræðum frá Babson College og diplómanám í hótelrekstri.

Kristjana Jónsdóttir

Grafískur hönnuður

Kristjana starfar sem grafískur hönnuður í Danmörku og er sérsvið hennar viðmótshönnun netverslana og heimasíða. Hún hefur stýrt fjölda verkefna sem snúa að ásýnd vörumerkja og veitt ráðgjöf um hönnun til stærri og minni fyrirtækja. Kristjana er með BA í margmiðlunarhönnun, frumkvöðlun og nýsköpun.                                                                                                                                                                                                          

Zakarías Friðriksson

Upptöku- og framleiðslustjóri

Zakarías hefur starfað sem myndatökumaður, ljósmyndari og klippari seinustu ár. Hann hefur framleitt efni fyrir hin ýmsu fyrirtæki hér á landi og erlendis og aðstoðað þau við að auka notendaupplifun sinna viðskiptavina. Zakarías er á lokaári í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Fagmennska

Við leggjum áherslu á að fræðsluefni okkar sé ávallt unnið af metnaði, gæðum og sé í stöðugri framþróun. Við leitumst við að nýta stafrænar lausnir sem uppfylla þarfir okkar viðskiptavina á hverjum tímapunkti.

Fjölbreytni

Við berum virðingu fyrir ólíkum einstaklingum sem meðtaka upplýsingar og læra með sínum hætti. Við mætum margvíslegum þörfum með fjölbreyttum kennsluaðferðum. 

Árangur

Markmið okkar er að fræðsluefni okkar skili einstaklingum, vinnustöðum og samfélaginu auknum árangri á uppbyggjandi hátt til framtíðar.