Öflug liðsheild

Markmið námskeiðsins er að kynnast þaulreyndum aðferðum til þess að ná enn meiri árangri sem þátttakandi öflugrar liðsheildar. Sérstök áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist færni til að styðja við jákvæða framþróun teymisins síns. 

Kaupa námskeið

Um námskeiðið

Hvernig er best að búa til sterka liðsheild innan teymis og hvernig getur teymi öðlast sameiginlega sýn og unnið samstíga í átt að markmiðum sínum? Á þessu námskeiði er farið yfir hvað einkennir árangursríka liðsheild og hvernig best sé að byggja hana upp til framtíðar. Skoðað verður hvað grefur undan liðsheild og hvernig hvað leiðir eru færar til að fyrirbyggja slíkt.

Ávinningur

  • Dýpri skilningur á mikilvægi liðsheildar og hvernig best er að byggja upp teymi sem virka

  • Aukin þekking á hvernig viðhalda megi góðri liðsheild

  • Aukin þekking á hvaða þættir grafa undan teymum.

Á námskeiðinu er farið yfir

Greining teyma, hæfniþættir teyma, hvað grefur undan teymum, hvernig byggjum við upp öfluga liðsheild og margt fleira.

Fyrir hverja er námskeiðið ? 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna í teymum og vilja ná árangri til framtíðar.

Hvers vegna þetta námskeið ?

Öflug liðsheild er grunnur að framþróun innan fyrirtækja og stofnana. Góð teymisvinna stuðlar að auknum árangri!

Um stjórnendaþjálfarann

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf í yfir 10 ár og er með viðskiptavini í fjölmörgum löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur einnig kennt í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

Ef þetta námskeið er fyrir þig þá getur þú skrá þig hér

Já takk!

Ert þú með spurningar?