Viltu þjálfa leiðtoga nútímans fyrir umbreytingu atvinnulífsins?

Fimm námskeið á fimm vikum með stuttri og hnitmiðaðri fræðslu fyrir starfsmenn og stjórnendur sem vilja auka samskiptahæfni og tileinka sér aukna leiðtogafærni.

Fimm vikna stjórnendaþjálfun

Um er að ræða stjórnendaþjálfun sem samanstendur af fimm námskeiðum, sem öll styðja við hæfniþætti sem taldir eru nauðsynlegir til framtíðar.

Um er að ræða fjölbreytta fræðslu sem tekur á atriðum eins og samskiptahæfni, uppbyggingu liðsheildar og vöxt einstaklingsins í lífi og starfi.

Við auðveldum fyrirtækjum að þróast

til framtíðar 

Við bjóðum upp á fræðslu óháð staðsetningu og tíma á stafrænu fræðslutorgi þar sem nýtt námskeið verður aðgengilegt í hverri viku. 

Við styðjum við þátttöku með hvatningu yfir vikuna og innihalda öll námskeiðin æfingar og ítarefni fyrir dýpri nálgun á námsefninu.

Fimm námskeið

Þjálfunin hefst á námskeiðinu "Skilvirk tímastjórnun" með Öldu Sigurðardóttur.        Í annarri viku leiðir þjálfarinn fræðslu sem eykur samskiptahæfni með markþjálfun. 

Kristín Friðgeirsdóttir fer yfir hvernig taka má betri ákvarðanir í þriðju viku og í fjórðu viku er fræðsla um öfluga liðsheild.

Fimmta og síðasta vikan snýr að aukinni hvatningu til leiðtoga framtíðarinnar og eru kynntar leiðir til aukinnar starfsánægju.

Fimm vikna sérsniðin þjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja styrkja leiðtoga nútímans með fjölbreyttri og hnitmiðaðri fræðslu.

Þjálfarinn Alda

....................

Alda Sigurðardóttir er stofnandi Fræðslu og starfar sem stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af einstaklingsráðgjöf, hópþjálfun og námskeiðum ásamt því að halda fyrirlestra. Alda hefur einnig viðamikla reynslu á sviði fundarstjórnunar á ráðstefnum, innleiðingar á stefnumótunum hjá fyrirtækjum og stofnunum en auk þess hefur hún unnið að farsælli uppbyggingu fyrirtækjamenningar með fjölda fyrirtækja. Einnig hefur hún unnið með hundruðum stjórnenda síðustu 11 ár og er með viðskiptavini í yfir 10 löndum.

Þjálfarinn Kristín

....................

Kristín Friðgeirsdóttir hefur mikla og haldbæra reynslu á sviði ákvarðanatöku. Hún hefur kennt MBA og stjórnendanámskeið við London Business School til lengri tíma, setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja í yfir áratug og hefur hún auk þess aðstoðað fjölda fyrirtækja við að taka betri ákvarðanir. Kristín er fjármálaverkfræðingur að mennt og hefur sótt sér doktorsgráðu í rekstarverkfræði frá Stanford háskóla. Hún starfar í dag sem fjármálastjóri Sýnar.

Stjórnendaþjálfun - Fimm námskeið á fimm vikum

1.  Skilvirk tímastjórnun.

2.  Aukin samskiptahæfni með markþjálfun.

3.  Tökum betri ákvarðanir.

4.  Öflug liðsheild.

5.  Hvatning og aukin starfsánægja.

Fullt verð er 99.500.- kr.

Kynningartilboð

59.500.- kr.

 

Kaupa stjórnendaþjálfun

Tilboð fyrir hópa starfsfólks

Kynningarverðið miðast við einn starfsmann en við bjóðum verðtilboð til stærri hópa.  Fylltu út formið hér til hliðar og merktu við þann fjölda sem við á hjá þínu fyrirtæki eða stofnun og við sendum verðtilboð um hæl.