Markþjálfun

Aðferðafræði markþjálfunar er þaulreynd og nýtist á öllum sviðum lífsins. Þessi samskiptaaðferð laðar fram það besta í öðrum, eykur skuldbindingu og eignarhald annarra og eykur líkur á árangri.

Kaupa námskeið

Um námskeiðið

Aðferðafræði markþjálfunar er þaulreynd og nýtist á flestum sviðum lífsins, hvort sem það er í persónulegri stefnumótun, frekari starfsþróun eða einfaldlega til að laða fram það besta í sjálfum sér og öðrum. Farið er yfir grunnþætti markþjálfunar og afhentar eru hagnýtar æfingar til þess að þátttakendur öðlist sjálfstraust til þess að beita aðferðafræðinni á raunverulegar áskoranir eða viðfangsefni í eigin lífi og starfi. 

 

Ávinningur

  • Frekara öryggi í samskiptum og aukin færni í að taka stjórn á samtali
  • Aukin hæfni í að nota markþjálfun sem samtalsaðferð og laða fram það besta í öðrum
  • Þekkja í hvaða aðstæðum markþjálfun virkar og hvenær hún virkar ekki

Á námskeiðinu er farið yfir

Hugmyndafræðina, spurningatækni, djúphlustun og margt fleira.

Fyrir hverja er námskeiðið ? 

Markþjálfun er fyrir alla þá sem vilja efla sig í að stýra samtölum á árangursríkan og uppbyggjandi hátt.

Hvers vegna þetta námskeið ?

Samskiptafærni er lykill að árangursríkri samvinnu sem undirbýr okkur vel fyrir framtíðina. 

Um stjórnendaþjálfarann

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf í yfir 10 ár og er með viðskiptavini í fjölmörgum löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur einnig kennt í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

Ef þetta námskeið er fyrir þig þá getur þú skrá þig hér

Já takk!

Ert þú með spurningar?