Viltu auka samskiptafærni þína við krefjandi einstaklinga ?

Stutt og hnitmiðuð fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur sem vilja vera tilbúnir og undirbúnir til þess að takast við krefjandi einstaklinga

Hvað er krefjandi einstaklingur

Öll getum við á stað og stund í okkar lífi verið krefjandi einstaklingur. En það sem er einkennandi fyrir framkomu krefjandi einstaklinga er til dæmis dónaskapur, dramantík, nöldur, ósveigjanleiki og ýmis önnur framkoma

Hvernig er ég og mitt hegðunarmynstur

Að líta inn á við og skoða sitt eigið hegðunarmynstur getur verið gagnlegt og styrkt bæði starfsmenn og stjórnendur til þess að verða leiðtogar í eigin lífi.  Á námskeiðinu færðu spurningar sem gott er að spyrja sjálfan sig í sjálfskoðun

Setjum mörk og byggjum upp varnir

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig setja má krefjandi einstaklingum mörk og hvernig hægt er að brynja sig með þjálfun og sjálfstyrkingu.  Gott getur verið að skoða sín eigin viðbrögð í samskiptum við krefjandi einstaklinga, ertu gjarn á að frjósa, flýja eða ráðasta á. 

Þetta námskeið er fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem vilja  styrkja samskiptahæfni sína í samskiptum við krefjandi einstaklinga

 

Þjálfarinn Alda

....................

Alda Sigurðardóttir er stofnandi Fræðslu og starfar sem stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af einstaklingsráðgjöf, hópþjálfun og námskeiðum, fyrirlestrahaldi, fundarstjórnun á ráðstefnum, innleiðingu á stefnumótun hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur unnið að farsælli uppbyggingu fyrirtækjamenningar með fjölda fyrirtækja. Einnig hefur hún unnið með hundruðum stjórnenda síðustu 11 ár og er með viðskiptavini í yfir 10 löndum.

Krefjandi einstaklingar

Verð námskeiðsins fer eftir fjölda starfsmanna í þínu fyrirtæki

1-50 manns

50 - 200 manns

201- 500 manns

501 og fleiri

Fá verðtilboð