Ert þú að upplifa Covid þreytu?

Stutt og hnitmiðuð fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur sem vantar hvatningu og aukna starfsánægju núna

 

Verkfæri til þess að hjálpa þér að fara í gegnum þetta Covid ástand 

Á námskeiðinu er starfsfólki kennt að kveikja í innri hvatningu sinni.  Þjálfari leiðir starfsmenn í gegnum mikilvægi eigin hugarfars því hugsun hefur bein áhrif á líðan. Farið er yfir mikilvægi þess að vanda orðin sem við notum í því sameiginlega ástandi sem við erum í þar sem orð okkar geta haft áhrif á starfsumhverfið.

 

Viltu auka starfsánægju?

Einstaklingurinn sjálfur hefur mest áhrif á sína starfsánægju og því hvernig hann bregðast við aðstæðum eins og Covid.  Við getum ekki breytt ástandinu en við getum breytt því hvernig við bregðumst við.  Þjálfari hvetur starfsfólk áfram með æfingum til þess að eiga góða og skemmtilega vinnudaga óháð ytri aðstæðum. 

 

Skoraðu á þínar eigin hugsanir og viðhorf

Þjálfari fer yfir hvað starfsmenn hafa áhrif á og hvað þeir geta ekki haft áhrif á og hvaða æfingar er hægt að stunda til þess að bregðast við því sem hefur hvað mest áhrif á líðan þeirra.  Alda leggur meðal annars á áherslu mikilvægi góðrar morgunrútínu sem setur tóninn fyrir daginn og tryggir að þú eigir góðan og orkumikinn dag.

Þetta námskeið er fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa hvatningu og raunhæfar lausnir við Covid þreytu

 

Þjálfarinn Alda

....................

Alda Sigurðardóttir er stofnandi Fræðslu og starfar sem stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af einstaklingsráðgjöf, hópþjálfun og námskeiðum, fyrirlestrahaldi, fundarstjórnun á ráðstefnum, innleiðingu á stefnumótun hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur unnið að farsælli uppbyggingu fyrirtækjamenningar með fjölda fyrirtækja. Einnig hefur hún unnið með hundruðum stjórnenda síðustu 11 ár og er með viðskiptavini í yfir 10 löndum.

Stjórnendanámskeið

....................

Fræðsla býður upp á lengri útgáfu af þessu námskeiði sem ætlað er stjórnendum.  Alda kennir leiðir til þess að að ná tökum á stýringu teyma í fjarvinnu og fer yfir leiðir sem geta eflt traust milli stjórnenda og starfsmanna sem getur skapað starfsþróun og ný tækifæri í krefjandi aðstæðum eins og Covid er. 

 

Covid þreyta fyrir alla starfsmenn

Verð námskeiðsins fer eftir fjölda starfsmanna í þínu fyrirtæki

1-50 manns

50 - 200 manns

201- 500 manns

501 og fleiri

Fá verðtilboð

Covid þreyta fyrir stjórnendur

Verð námskeiðsins fer eftir fjölda starfsmanna í þínu fyrirtæki

1-50 manns

50 - 200 manns

201- 500 manns

501 og fleiri

Fá verðtilboð