Fimm góð ráð til að verða skilvirkari í fjarvinnu

 

Einfaldar leiðbeiningar sem gagnast öllum sem erum með Covid þreytu" og líka hinum sem vilja tileinka sér skilvirka tímastjórnun

 Skráðu allt á einn stað

 • Skapaðu yfirsýn með því að draga saman heildarmyndina af því sem þú þarft að gera yfir daginn
 • Ef þú setur til dæmis öll verkefnin þín inn á dagatalið þitt þá ertu komin skrefinu nær að yfirsýn
 • Það getur verið gott að meta hversu langan tíma hvert verkefni tekur og í framhaldi af því meta hvort hreinlega  sé tími fyrir öll verkefni dagsins. Það er mjög líklegt að eitthvað þurfi að bíða til næsta dags

 Fögnum tækninni og snjall lausnum

 • Veldu þér hugbúnað sem gefur þér bestu yfirsýn yfir þín verkefni, hvort sem það er Outlook, Asana, Excel eða annað skipulagsforrit
 • Byrjaðu á að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi og gerðu ráð fyrir að þurfa að breyta forgangsröðinni oftar en einu sinni yfir daginn, við lifum á tímum breytinga í hröðu íslensku atvinnulífi
 • Ef þú ert vanur/vön að skrá í dagbók eða á gula miða, mundu þá að skrá það inn í hugbúnaðinn sem þú valdir fyrir þína yfirsýn líka

 Haltu fund með sjálfum þér 

 • Ef verkefnið er umfangasmikið og krefjandi getur skipulagsfundur með sjálfum þér verið mjög gagnlegur
 • Þú gætir t.d skipt verkefninu niður í litla bita með tveggja tíma millibili  og gera eitthvað annað þess á milli
 • Þumalputtareglan er sú að þú getur sinnt sama verkefni í að hámarki tvær klukkustundir. Innan þessara tveggja tíma er síðan hægt að vinna með 30 mínútna millibili - 25 mínútna vinnu, 5 mínútna hlé - þar sem þú skoðar ekki tölvupóst, heldur horfir út í loftið, færð þér kaffibolla eða ferð í stutta göngu

 Gleyptu froskinn!

 • Taktu alltaf mest óspennandi, flóknustu og leiðinlegustu verkefnin fyrst, t.d  í upphafi dags
 • Ef þú byrjar alltaf á leiðinlegasta verkefninu verður restin af verkefnum dagsins skemmtilegri

 

Hafðu pósthólfið þitt lokað á milli verkefna

 • Þegar þú ert að forgangsraða verkefnum dagsins veltu þá vel fyrir þér hvaða forgang tölvupósturinn hefur
 • Margir byrja daginn þá því að fara yfir tölvupósta og bíða þá jafnvel með forgangshærri og stærri verkefni, bíðandi eftir næsta pósti
 • Það getur verið nóg að hraðlesa tölvupóstinn og bregðast bara við því mikilvægasta
 • Ótrúlega mikið af tölvupósti þolir bið þar til í lok dagsins

Ávinningurinn af því að innleiða skilvirka tímastjórnun í fjarvinnu er...

Ráðið með frosinn hefur nýst mér best, það kemur svo mikil gleði með því að hafa lokið því leiðinlegasta.”

 

„Ég hreinlega áttaði mig ekki á því hvað ég eyði miklu af mínum tíma í að lesa og svara tölvupóstum.”

„Fannst smá skrýtið að funda með sjálfri mér, en svo var þetta mjög gagnlegt.”

Viltu fylgjast með okkur? Skráðu þig á póstlistann...

Skrá mig á póstlista Fræðslu

Viltu læra ennþá meira um Skilvirka tímastjórnun ?

....................

Kíktu inn á Fræðslu síðuna www.fraedsla.is eða óskaður eftir símtali frá okkur með því að fylla út formið hér fyrir neðan