Fræðsla til framtíðar

Um Fræðslu

Hlutverk Fræðslu er að veita hagnýta þjálfun fyrir starfsfólk og stjórnendur sem vilja þróast og undirbúa sig í takt við áskoranir framtíðarinnar. Markmið Fræðslu er að undirbúa íslenskt atvinnulíf fyrir þær breytingar sem eru nú þegar hafnar með fjórðu iðnbyltingunni, til að mynda með stafrænni þróun, fækkun og þróun starfa.

Lesa meira

 

Námskeið í boði

Streita og kulnun 

Námskeið fyrir alla sem vilja ná stjórn á streitunni í líf og starfi.

Skoða námskeið

Örugg framkoma í fjölmiðlum

Að koma vel fram í fjölmiðlum krefst undirbúnings.

Skoða námskeið

Markþjálfun

Aðferðafræði markþjálfunar er þaulreynd og nýtist á öllum sviðum lífsins.

Skoða námskeið

Viltu vera á póstlista hjá okkur?

 

Fræðsla leggur áherslu á...

Fræðsluefni

Starfsfólk

Við bjóðum upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem mæta ólíkum þörfum. Starfsfólk velur sjálft hvað hentar því best, hvort sem það er að lesa fræðsluefnið, horfa á myndbönd eða hlusta í göngutúrnum.

Óháð því hvaða leið er valin, þá fær starfsfólkið ávallt vandað fræðsluefni sem undirbýr og styrkir það til framtíðar.

Þjálfun 

Stjórnendur

Stjórnendur fá sérstaka þjálfun hjá Fræðslu í að byggja upp og styrkja sitt starfsfólk, samhliða þeirri fræðslu sem starfsfólk fær hjá okkur.

Við leggjum áherslu á ólíkar nálganir, svo stjórnendur geti komið til móts við starfsfólk sitt með fjölbreyttar þarfir.

Ánægðir viðskiptavinir

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðssviðs Origo

" Eftir að COVID skall á þá fórum við hjá Origo að sækja meira í rafrænt fræðsluefni og höfum nýtt okkur tímastjórnunarnámskeið sem Fræðsla hefur boðið upp á rafrænt. Fræðsla vandar vel til verka og rafræna efnið er unnið af miklum metnaði. Get klárlega mælt með því fyrir bæði stjórnendur og starfsfólk sem vilja efla sig í starfi. "

 

Berglind Bergþórsdóttir

Mannauðsstjóri Bílaumboðsins Öskju

" Eins og mörg önnur fyrirtæki höfum við verið að færa okkur meira yfir í rafræna fræðslu undanfarið. Tímastjórnunarnámskeið Fræðslu er vel framsett og líflegt námskeið. Það heldur athygli manns allan tímann sem er ákveðin kúnst þegar um rafræn námskeið er að ræða en hver hluti námskeiðsins er passlega stuttur og hnitmiðaður. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja bæta skipulag sitt í leik og starfi. "

Klara Steinarsdóttir

Fræðsludeild Landsbankans

" Fræðslu tekst að mastera þá kúnst sem það er að smíða og framleiða rafrænt námsefni. Þrátt fyrir að vera ekki á námskeiðinu í rauntíma þá upplifði ég ekki að ég væri að horfa á upptöku. Upplifunin er stór hluti af fræðslu og hún týndist ekki á þessu námskeiði eins og stundum vill gerast í rafrænni fræðslu sem fer of mikið eftir handriti. Á þessu námskeiði skín þekking, fagleiki og reynsla þjálfarans í gegn. "

Blog

Íslenskt atvinnulíf

Mikilvægt er að undirbúa íslensk atvinnulíf fyrir þær breytingar sem eru nú þegar hafnar með fjórðu iðnbyltingunni.

Starfsfólk, fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir því að fjórða iðnbyltingin mun fækka og breyta störfum með aukinni sjálfvirknivæðingu. Samkvæmt Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (World Economic Forum) munu fyrirtæki og stofnanir þurfa að efla sérstaklega ákveðna hæfnisþætti hjá starfsfólki sínu, svo sem samskipta- og félagsfærni og nýsköpunar- og greiningarhæfni, til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar. Okkar markmið er að auðvelda ykkur að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Ert þú með spurningar?